Góð kauphækkun hjá Járnblendinu
Nú í morgun gekk Verkalýðsfélag Akraness frá kjarasamningi vegna starfsmanna Elkem á Grundartanga. Samningurinn felur í sér 22% kauphækkun á samningstímanum skv. frétt heimasíðu félagsins. Taxtahækkun við undirskrift samnings nemur 45.000 - 56.000 eftir starfsaldri.
Launaliðir samnings AFLs við ALCOA eru lausir í apríl nk. en í sumar óskaði félagið eftir endurskoðun launaliðanna m.a. vegna launaskriðs og breyttra forsenda.