Kveðjur frá starfsmönnum ALCOA í Mexíkó
AFLi hefur borist kveðja frá mannréttindasamtökunum Comtié Fronterizo de Obrer Mexíkó en samtökin hafa tekið að sér hagsmunabaráttu starfsmanna tveggja ALCOA verksmiðja í Ciudad Acuna og Piedras Negras þar sem ekki er starfandi verkalýðsfélag í verksmiðjunum
CFO hefur tekið þátt í samstarfi verkalýðsfélaga - ALCOA Workers Global Network sem AFL hefur einnig verið meðal þátttakenda og hafa fulltrúar AFLs meðal annars átt viðræður við fulltrúa CFO og vinnuskilyrði og aðstæður í verksmiðjunum í Mexikó.
Í bréfi CFO kemur m.a. fram að talsverður árangur hefur orðið í baráttu starfsmanna ALCOA og er það meðal annars þakkað því tengslaneti sem AFL hefur tekið þátt í að byggja upp með þátttöku í þessu alþjóðlega tengslaneti.
sjá bréf Comtié Fronterizo de Obrer