AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Athugasemdi vegna fréttar RÚV

Í tilefni fréttar sjónvarps um tap AFLs Starfsgreinafélags vegna innlausnar á peningasjóðsbréfum félagsins í vörslu Landsvaka, dótturfyrirtækis Landsbankans, nýja og gamla, vill félagið koma eftirfarandi á framfæri.

Tap félagsins nam 168 milljónum króna. Fjárhagur félagsins er eftir sem áður traustur. Félagið hefur notið verulegra tekna vegna iðgjalda m.a. erlends launafólks vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers ALCOA. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun að leggja tekjur umfram rekstrargöld fyrir til að safna varasjóðum.

Tap félagsins og sjóða þess við nýafstaðið bankahrun gekk ekki á höfuðstól inneigna þess en verulega gekk á ávöxtun síðustu ára. Félagið átti fé í öðrum innlánsstofunum og hefur ekki orðið fyrir tjóni vegna þeirra.

Sjúkrasjóður AFLs veitir félgsmönnum meiri réttindi en viðmiðunarreglugerð Alþýðusambandins segir til um og m.a. mun lengri bótatíma eða 6 almanaksmánuði miðað við 4 sem viðmiðunarreglugerð mælir til um. Ennfremur veitir Sjúkrasjóður AFLs umtalsverða styrki til heilsueflingar og annarra heilsutengdra hluta. Ekki er fyrirsjáanlegt að skerða þurfi styrkveitingar eða önnur réttindi félagsmanna.

AFL hefur á liðnum árum staðið að árangursríkum verkefnum í nærsamfélagi á Austurlandi síðustu ár og má þar nefna verulega aðkomu félagsins að menntunarmálum fullorðinna, sí-og endurmenntun. Ennfremur stofnun Starfsendurhæfingu Austurlands sem nú starfar við góðan árangur og veitir tugum einstaklinga þjónustu.

Félagið hefur verið í mikilli sókn á flestum sviðum, með eflingu trúnaðarmannakerfis, menntun og þjálfun trúnaðarmanna, eflingu innra starfs félagsins og þátttöku almennra félagsmanna í þjóðfélagsumræðu. Engar breytingar eru fyrirsjáanlegar á starfssemi félagsins.

AFL Starfsgreinafélag rekur skrifstofur á 10 stöðum á Austurlandi.

pdf Sjá stefnu AFLs

pdf Fundur AFLs með Landsbankanum 3.nóv. 2008

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi