Ekkert leyndó lengur: Landsbankinn
Landsbankinn hefur opinberað upplýsingar sem hann neitaði AFLi og öðrum viðskiptavinum um 3. nóvember sl. og AFL stefndi bankanum og Landsvaka, peningamarkaðsfyrirtæki bankans, eftir á fimmtudag. sjá frétt mbl.
AFL hefur krafist ýtarlegri upplýsinga m.a. um viðskipti síðustu vikur fyrir lokun sjóðsins, upplýsinga um verkferla við lokun sjóðsins og möguleg innherjaviðskipti síðust vikur sjóðsins.
Svo virðist sem starfsmenn Landsbankans taki ákvarðanir um aðgengi viðskiptavina að upplýsingum eftir duttlungum hverju sinni þar sem engar forsendur liggja fyrir af hverju upplýsingingunum var neitað fyrir mánuði eða veittar nú.
AFL mun halda málinu áfram enda er traust fólks á vinnubrögðum forsvarsmanna peningamarkaðssjóðanna ákaflega lítið og því nauðsynlegt m.a. að staðreyna að þær upplýsingar sem bankinn veitti í gær, séu í raun réttar og sannar.