AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Samfélagsstyrkir ALCOA

Þrjár milljónirSjálfboðaliðastarf starfsmanna Fjarðaáls skilar þremur milljónum króna til félagasamtaka á Austurlandi. Styrkirnir voru afhentir á jólahlaðborði starfsfólks fyrirtækisins í dag. Hér á eftir fer tilkynning frá fyrirtækinu.

Austfirskt karnival, Listasmiðja Norðfjarðar, Tengslanet austfirskra kvenna, Slysavarnadeildin Hafdís og Björgunarsveitirnar Gerpir, Ársól, Hérað og Bára voru meðal þeirra sem í dag fengu afhenta styrki frá Alcoa til samfélagsmála á Austurlandi. Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og upplýsingamála Alcoa á Íslandi afhenti styrkina í jólahlaðborði starfsmanna álversins í hádeginu í dag. 

Tæplega 30 félagasamtök og stofnanir fengu styrki að upphæð samtals um átta milljónir króna. Annars vegar var um að ræða stuðning Samfélagssjóðs Alcoa við sjálfboðaliðastörf starfsmanna Fjarðaáls, að upphæð rúmlega þrjár milljónir króna, og hins vegar samfélagsstyrki Alcoa Fjarðaáls sem námu um fjórum og hálfri milljón króna á seinni helmingi ársins 2008. Svokallaðir BRAVO-styrkir voru veittir félagasamtökum vegna sextíu starfsmanna.

Tilgangur BRAVO-styrkja er styðja við sjálfboðavinnu einstakra starfsmanna fyrirtækisins fyrir óháð félagasamtök og gera þeim kleift að afla fé fyrir sitt félag.  Einnig voru veittir sjö svokallaðir ACTION styrkir. ACTION felst í því að fimm eða fleiri starfsmenn fyrirtækisins vinna saman að ákveðnum verkefnum fyrir félagasamtök eða stofnanir á svæðinu. Hvert verkefni styrkir Alcoa með 1.500 eða 3.000 dala framlagi. Nefna má að níu starfsmenn Fjarðaáls sem starfa í björgunarsveitinni Ársól í Reyðarfirði öfluðu sveitinni 590.000 króna í ACTION og BRAVO styrki.

Styrkveitingar vegna sjálfboðaliðastarfs starfsmanna Fjarðaáls hafa þrefaldast frá því í fyrra. Samfélagssjóður Alcoa veitir BRAVO og ACTION styrki til starfsmanna Alcoa um allan heim. Sjóðurinn veitir einnig stærri styrki til góðra málefna og sér Alcoa Fjarðaál um styrkveitingar sjóðsins á Íslandi. Í fyrra námu styrkveitingar sjóðsins á Íslandi rúmlega 880.000 dölum.  

Samfélagsstyrkir Alcoa Fjarðaáls eru veittir til verkefna sem stuðla að uppbyggingu og sjálfbærri þróun  á Austurlandi. Í samræmi við gildi Alcoa er áhersla lögð á verkefni sem tengjast umhverfismálum og náttúruvernd, öryggis- og heilbrigðismálum, menntun og fræðslu, menningu, tómstundum og félagsstörfum. Styrkjum er úthlutað tvisvar á ári.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi