Kynning á kjarasamningi
Kynning á kjarasamningi milli Launanefndar Sveitarfélaga og AFLs Starfsgreinafélags, var haldin á Vopnafirði 18.12.´08. Mjög góð mæting var á fundinn, alls mættu 20 manns og hlýddu á Sigríði Dóru Sverrisdóttur trúnaðarmann í leikskóla og fulltrúa í samninganefnd, fara yfir og útskýra samningsdrögin af miklum myndugleik.
Töluverðar umræður sköpuðust að því loknu og síðast var gengið til atkvæðagreiðslu. Voru menn á eitt sáttir uma að vel hefði verið staðið að kynningunni og á Sigga Dóra hrós skilið fyrir framkvæmdina.Þeim 32 atkvæðum sem skiluðu sér á skrifstofu AFLs var síðan keyrt upp í Egilsstaði þar sem póstsamgöngur bjóða ekki upp á fullkomið öryggi varðandi skilatíma, en talning á að fara fram á Egilsstöðum þann 29. desember.