Fundarferð formanns AFLs
Formaður AFLs, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, leggur á miðvikudag í fundaferð um félagssvæði AFLs. Áformaðir eru tugir funda og heimsókna á vinnustaði auk almennra félagsfunda á flestum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Framkvæmdastjóri AFLs, Sverrir ALbertsson, verður frummælandi á fundunum ásamt Hjördísi.
Dagskrá fundanna er birt hér að neðan svo og fundarstaðir og tími.
Fundarefni:
Fyrirliggjandi hugmyndir um breytingar á aðalkjarasamningi á almennum vinnumarkaði.
Ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar
Uppbygging – mótun framtíðarsamfélagsins
Frummælendur:
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs
Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs
Miðað er við að umræður verði með sem mestri þátttöku almennra fundarmanna og stefnir forysta AFLs á að eftir fundina liggi grunnur að stefnumörkun félagsins sem unnt yrði að leggja fyrir ársfund trúnaðarmanna í mars til frekari mótunar svo og efniviður fyrir samninganefnd félagsins sem fundar í lok fundaferðar Hjördísar, en áformað er að formenn aðildarfélaga ASÍ hittist um miðjan febrúar til að marka stefnu Alþýðusambandsins í kjaramálum komandi mánaða.
Fundarstaðir og tími:
Miðvikudagur 28. janúar - Vinnustaðir Höfn
Almennur fundur Víkurbraut 4 – kl. 17:30
Fimmtudagur 29. janúar - Vinnustaðir Djúpavogi/ Breiðdalsvík
Almennur fundur Sambúð – kl. 17:30
Föstudagur 30. janúar - Vinnustaðir Seyðisfirði
Almennur fundur Slysavarnarhúsinu Seyðisfirði kl. 18:00
Laugardagur 31. janúar - Almennur fundur Hótel Hérað kl: 14:00
Mánudagur 2. febrúar - Vinnustaðir Neskaupstað
Almennur fundur Egilsbraut 11 kl. 18:00
Þriðjudagur 3. febrúar - Vinnustaðir Eskifirði / Reyðarfirði
Almennur fundur Slysavarnarhúsið Eskifirði kl. 18:00
Miðvikudagur 4. febrúar - Vinnustaðir ALCOA / Fáskrúðsfjörður
Almennur fundur Námsver / Búðareyri 1 Reyðarf. kl. 18:00
Mánudagur 9. febrúar - Almennur fundur Fáskrúðsfirði, Skrúð, kl. 18:00
Þriðjudagur 10.febrúar - Vinnustaðir Vopnafirði
Almennur fundur Lónabraut 4 kl. 18:00
Miðvikudagur 11. febrúar - Stjórnarfundur AFLs -
Samninganefnd AFLs – Hótel Héraði kl. 20:00
félagið áskilur sér rétt til að breyta fundartíma og færa til fundi eftir aðstæðum á hverjum stað og tíma enda verði breytingar kynntar á viðkomandi stað með góðum fyrirvara.