AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Nýting á orlofsíbúðum AFLs Starfsgreinafélags

SólheimarBúið er að gera upp nýtingu á orlofsíbúðum AFLs Starfsgreinafélags fyrir árið 2008 og verður að segjast að hún er með ágætum. Meðalnýting allra íbúða er 83,61% sem teljast verður allgott. Þá ber að geta þess að inni í þessu hlutfalli er tímabil sem notuð voru til viðhalds og viðgerða á íbúðunum og skekkir það myndina talsvert til lækkunar á leiguhlutfallinu.

Hér á eftir fer súlurit sem sýnir nánari leiguhlutfall hverrar íbúðar fyrir sig ásamt sérsúlu fyrir samtals nýtingu (græna súlan).

sulurit 

 

 

 

 

 

 

 

Talsvert hefur verið um að félagsmenn afbóki íbúðir, jafnvel á síðustu stundu og getur það komið sér illa og jafnvel orðið til þess að íbúð sem annars hefði getað verið í útleigu, standi auð. Vissulega geta alltaf komið upp þær aðstæður að menn geti ekki nýtt sér það tímabil sem búið var að bóka, og þá er um að gera að láta vita til þess að hægt sé að endurleigja viðkomandi íbúð. Þá hefur því miður einnig borið á svolítið verri umgengni um þessar eignir okkar. Við verðum að gera þá kröfu að leigutakar skili íbúðum af sér eins og þeir vilja koma að þeim, þ.e. hreinum og þrifalegum með hvern hlut á sínum stað. Ef íbúðin er ekki í ásættanlegu ástandi (greinilega óþrifin eftir síðasta leigjanda) þegar komið er að henni, þá ber að hafa samband við umsjónarmann viðkomandi íbúðar. Að sjálfsögðu viljum við áfram fá frá ykkur ábendingar um það hvað betur mætti fara því betur sjá augu en auga.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi