Opinn fundur um efnahagshrunið!
Hvað gerðist og hvað gerum við svo? Þjóðkirkjan, AFL Starfsgreinafélag og Þekkingarnet Austurlands bjóða íbúum Austurlands að sækja opinn umræðufund um efnahagsástandið, ástæður fallsins og leiðir út úr vandanum. Á fundunum munu þeir Vilhjálmur Bjarnason og Stefán Einar Stefánsson flytja erindi. Fundirnir verða haldnir á: - Egilsstöðum í húsnæði ÞNA að Tjarnarbraut 39 e, föstudaginn 27. febrúar kl. 20. - Reyðarfirði í húsi AFLs- Molanum, Búðareyri 1, laugardaginn 28. febrúar kl. 15. Einnig í fjarfundum víða um Austurland, þeir sem vilja nýta þá tækni hafi samband við ÞNA í netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Fundirnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.