AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Nýtt námsver á Reyðarfirði

img_4780Þekkingarnet Austurlands og AFL Starfsgreinafélag opnuðu í gær nýtt námsver í húsnæði AFLs að Búðareyri 1 á Reyðarfirði. ÞNA mun starfrækja námsverið en AFL Starfgreinafélag hefur innréttað húsið þannig að það henti sem fundaraðstaða og til kennslu.

Við þetta tækifæri voru félagsmönnum AFLs sem tekið hafa þátt í verkefni í raunfærnimati afhentar viðurkenningar fyrir að hafa lokið raunfærnimatinu. Alls tóku 23 félagar þátt í þessu verkefni en við afhendinguna var aðeins hluti hópsins þar sem aðrir voru við vinnu.

Eftir raunfærnimatið lá fyrir að sumir mannanna, sem flestir hafa unnið við vélar og tæki stóran hluta starfsævinnar, þurftu aðeins fáar einingar í Verkmenntaskólanum til að ljúka bóklega hluta sveinsprófs í vélvirkjun.

Fjöldi fólks var við opnunarhátíð námsversins.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi