AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

SGS fjallar um áhrif á velferðarkerfi

Á vorfundi SGS semáformað er að halda í Vestmannaeyjum í maímánuði verður fjallað um áhrif af stöðu efnahagsmála á velferðarkerfið. Ljóst er að verulegur halli er á ríkisfjármálum á þessu ári og kannski lítil ástæða til að ætla að um verulegan tekjuauka verði á næstunni. Alþjóða gjalddeyrissjóðnum hefur verið lofað að fjárlög verði hallalaus innan fárra ára.

Á fundi framkvæmdastjórar SGS í gær kom fram að stjórnarmenn hafa áhyggjur af velferðarmálum þegar niðurskurður ríkisútgjalda kemur fram af fullum þunga - en t.d. er bent á að ef svo fer fram sem horfir, verður atvinnuleysistryggingarsjóður tómur í lok ársins.

Velflest velferðarmál þjóðarinnar, s.s. almannatryggingar, jafn réttur til náms, fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og fl. eiga uppruna sinn í baráttu verkalýðshreyfingarinnar og eru mikilvægur þáttur til að efla lífskjör þeirra tekjulægri í samfélaginu. Verkalýðshreyfingunni rennur því blóðið til skyldunnar að vernda þennan rétt.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi