AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Góður ársfundur trúnaðarmanna 2009

img_4969Ársfundur trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 2009 stendur nú yfir. Fundurinn er sóttur af um 50 trúnaðarmönnum og fjöldi gesta er á fundinum, sem fram fer á Reyðarfirði í nýju námsveri AFLs og Þekkingarneti Austurlands.

Fyrir fundinum liggja tvö meginefni - annars vegar um störf trúnaðarmanna og tengsl þeirra við félagið og hlutverk sem talsmaður verkalýðshreyfingarinnar á vinnustöðum en hins vegar um hrun bankakerfis og enduruppbyggingu.

Gestir fundarins eru þau Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, Jóhann Tryggvason, æskulýðs-og íþróttafulltrúi Fjarðabyggðar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur, og Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt og formaður Félags fjárfesta.  Fundarstjóri er Eyrún Valsdóttir, ASÍ.

Á dagskrá fundarins í dag er hrun og endurreisn og munu þau Vilhjálmur Bjarnason og Sigríður Ingibjörg flytja erindi og að því loknu munu þau ásamt Gylfa Arinbjörnssyni og fleiri sitja í pallborði og ræða við trúnaðarmenn.

Fundinum lýkur klukkan 16:00 í dag.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi