AFL tveggja ára í dag
AFL Starfsgreinafélag er tveggja ára í dag. Félagið var stofnað 28. apríl 2007 á fjölmennum stofnfundi í Skrúð á Fáskrúðsfirði á sólbjörtum degin.
Sameiningarviðræður félaganna þriggja sem að stofnuninni stóðu höfðu þá staðið í eitt og hálft ár og gengið áfallalítið.
Með sameiningu varð félagið hið annað stærsta innan Starfsgreinasambands Íslands og þriðja stærsta verkalýðsfélag innan ASÍ. Félagssvæði AFLs nær frá Skeiðará í suðri að Þórshöfn í norðri.