AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur ALCOA - fulltrúar verkalýðshreyfingar mæta

Aðalfundur ALCOA verður haldinn í Pittsburgh nk. föstudag. Síðustu ár hafa fulltrúar verkalýðsfélaga sem eiga samninga við ALCOA fyrirtæki haldið samráðsfund í borginni daginn fyrir aðalfund fyrirtækisins og mætt síðan á aðalfundinn með yfirlýsingu.

Að þessu sinni var fundurinn haldinn í "fjarfundi" og með símatækni. Þátt tóku fulltrúar frá félögum í Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu og Íslandi. Auk þess sendu félög í Tékklandi, Rússlandi, Brasilíu og Mexíkó stuttar skýrslur inn á fundinn.

Á fundinum var farið yfir áhrif efnahagsástandsins í heiminum á aðstæður í fyrirtækjum ALCOA. Nokkuð mismunandi er hvernig fyrirtækið hefur brugðist við - allt frá almennum niðurskurði vinnutíma í Kanada, tímabundnum lokunum verksmiðja í Mexikó og flötum einhliða launalækkunum í Brasilíu.

Á fundinum kom fram að verulega hefur verið dregið úr framleiðslu t.d. í álverum í Bandaríkjunum.

Fulltrúi United Steel Workers í Pittsburgh, Jim Robinson, mun sækja aðalfund fyrirtækisins í nafni þátttakenda í Alcoa workers union global network, og flytja yfirlýsingu í nafni félaganna. Yfirlýsingin verður birt á heimasíðu AFLs á föstudag.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi