Skipulagsbreytingar innan verkalýðshreyfingar?
Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélag sl. laugardag tók undir ályktun stjórnar félagsins þar sem lýst er áhyggjum með þróun mála innan Starfsgreinasambands Íslands - en Efling og Verkalýðsfélag Keflavíkur hafa bæði tilkynnt mögulega úrsögn úr SGS.
AFL Starfsgreinafélag mun í sumar leita samráðs við félagsmenn sína, m.a. með rýnihópum og öðrum aðferðum, og undirbúa mögulega úrsögn úr Starfsgreinasambandinu svo og "öðrum landssamböndum" eins og það er orðað í tilkynningu stjórnar.