AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fréttatilkynning. Samfélagssjóður Alcoa styrkir Starfsendurhæfingu Austurlands

thumb_strafs2013Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur ákveðið að styrkja Starfsendurhæfingu Austurlands um 70.000 Bandaríkjadali, eða um 8,9 milljónir króna á tveggja ára tímabili. Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, afhenti fyrri hluta styrksins, 35.000 Bandaríkjadali í dag, mánudaginn 18. maí.

Markmið Starfsendurhæfingar Austurlands er að aðstoða fólk sem misst hefur vinnu um lengri eða skemmri tíma vegna sjúkdóma, slysa, eða félagslegra aðstæðna og endurhæfa það til vinnu og/eða náms og endurnýja starfsþrek þess. Mikil áhersla er lögð á að endurhæfingin fari sem mest fram í heimabyggð þeirra sem njóta hennar og að stoðir nærsamfélagsins séu nýttar, s.s. heilbrigðiskerfið, félagsþjónustan og mennta- og fræðslukerfið.

„ Á þessum tímum er sérstaklega ánægjulegt að veita Starfsendurhæfingu Austurlands þennan styrk frá samfélagssjóði Alcoa. Hjá Starfsendurhæfingunni fer fram merkilegt uppbyggingarstarf að norðlenskri fyrirmynd, en nyrðra hefur sams konar verkefni stuðlað að því að koma fólki aftur af stað, annað hvort út í atvinnulífið eða í nám. Það hefur öðlast virkni á ný, en fátt er mikilvægara bæði einstaklingum sjálfum og samfélaginu,“ sagði Steinþór Þórðarson við afhendingu styrksins.

Starfsemi Starfsendurhæfingu Austurlands fer fram á þremur stöðum, á Egilsstöðum, Reyðarfirði og Höfn. Alls nýta um 50 manns þjónustu endurhæfingarinnar. Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingarinnar, segir styrkinn viðurkenningu á þeirri starfsemi sem endurhæfingin stendur fyrir „og hann rennir stoðum undir enn fjölbreyttari starfsemi sem kemur þátttakendum okkar og samfélaginu til góða,“ segir Erla.

Á síðasta ári veitti samfélagssjóður Alcoa styrki sem námu samtals 50,6 milljónum Bandaríkjadala, um sex og hálfum milljarði íslenskra króna. Þá lögðu starfsmenn Alcoa um allan heim hönd á plóg fyrir sitt samfélagi og gáfu samtals yfir 705.000 vinnustundir af frítíma sínum í sjálfboðavinnu, eða sem svarar til 350 manna í fullri vinnu.

Samfélagssjóður Alcoa var stofnaður fyrir 56 ára árum og hefur frá upphafi veitt yfir 490 milljónir Bandaríkjadala (71 milljarð króna) til samfélagslegra verkefna um allan heim, þar sem fyrirtækið er með starfsstöðvar.

Nánari upplýsingar veita:
Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri upplýsinga- og samfélagsmála Alcoa á Ísland, s. 843 7709
Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Austurlands s. 864 4954

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi