Réttindi ekki skert hjá Stapa
Aðalfundur Stapa lífeyrisssjóðs var haldinn í gær í Mývatnssveit. Á fundinn mættu 17 fulltrúar AFLs. Á fundinum voru afgreidd hefðbundin ársfundarstörf. Afkoma sjóðsins á síðasta ári ber keim að því umhverfi sem hann starfar í og var niðurstaða ávöxtunar hans nafnávöxtun upp á 0,21% en raunávöxtun -13,88%. Ekki var borin upp tillaga að skerðingum réttinda á fundinum og því verður engin skerðing hjá Stapa, en margir lífeyrissjóðir hafa þurft að skerða réttindi sjóðfélaga sinna á ársfundum undanfarna daga. Þótt afkoma Stapa sé slæm þá er hún mun betri en flestra sambærilegra sjóða. Afkoma séreignasjóða Stapa var mjög góð. Sjá nánar á www.stapi.is