AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Samninganefnd AFLs boðuð til fundar?

Búast má við að samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags verði boðuð til fundar með stuttum fyrirvara - sennilega fyrir helgi. Starfsgreinasamband Íslands kynnti á formannafundi sambandsins í dag tilboð SA vegna framlengingar kjarasamninga og er ætlunin að kanna formlega afstöðu einstakra félaga á næstu dögum.

Á fundinum kom fram að tilboð SA felur í sér tvískiptingu umsaminna launahækkana sem koma áttu til framkvæmda 1. mars þannig að helmingur, 6.750 kr. bætist við mánaðarlaun nú 1. júlí en helmingur 1. nóvember. Ennfremur verði 3,5% hækkun á laun yfir launatöxtum frestað til 1. nóvember.

Þá er um frestun á umsaminni launahækkun um næstu áramót fram á haust 2010. Talið er líklegt að náist ekki samkomulag með tilslökunum verkalýðshreyfingarinnar á umsömdum launahækkunum muni Samtök Atvinnulífsins segja upp gildandi kjarasamningi og verða þá samningar lausir.

Skilaboð forystu SGS fengu misjafnar undirtektir á fundi formanna í dag. Samninganefnd AFLs fundaði síðast í febrúar og lagði þá áherslu á að launahækkanir kæmu til framkvæmda á umsömdum tíma.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi