AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Samninganefnd AFLs: Ekki frekari frestun

Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags fundaði seinnipartinn í dag. Fundurinn var vel sóttur eða um 40 fulltrúar. Fundurinn hvetur forystu ASÍ til að standa fast á kröfu um áður umsamdar launahækkanir en hvetur jafnframt til samstöðu innan hreyfingarinnar. ályktunina má sjá hér:

Ályktun samninganefndar AFLs Starfsgreinafélags 4. júní 2009 

 

Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags hvetur samninganefnd ASÍ til að standa fast á kröfu um að áður umsamdar launahækkanir komi til framkvæmda 1. Júlí. Launafólk hefur á síðustu mánuðum tekið á sig verulegar byrðar í kjölfar efnahagskreppunnar og enn frekari frestun launahækkana verður til að auka á erfiðleika launafólks.

Samninganefnd AFLs fagnar framkomnum hugmyndum um að leggja niðurstöðu viðræðna samninganefnda ASÍ og SA fyrir dóm félagsmanna í almennum atkvæðagreiðslum og minnir á að félagið hafði uppi kröfur um slík vinnubrögð þegar í febrúar sl..

Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags telur að þrátt fyrir viðleitni forystu Alþýðusambandsins til að vinna að „stöðugleikasáttmála“  muni komandi misseri og ár verða verkalýðshreyfingunni erfið og þörf á samstöðu meiri en verið hefur.AFL Starfsgreinafélag mun í einu og öllu lúta niðurstöðu allsherjaratkvæðagreiðslu aðildarfélaga ASÍ og  standa þétt saman með félögum innan ASÍ til að tryggja framgang hennar og treysta samstöðu innan hreyfingarinnar.

AFL Starfsgreinafélag hvetur forystu Alþýðusambandsins til að ná fram víðtækri sátt innan sambandsins og veita launafólki trúverðuga og einarða forystu á komandi baráttutímum.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi