AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Siðferði og enduruppbygging

Árleg kjaramálaráðstefna AFLs Starfsgreinafélags verður haldin 19. sept. nk. í húsnæði félagsins á Reyðarfirði. Dagskrá ráðstefnunnar að þessu sinni er helguð "Siðferði og enduruppbyggingu". Kjaramálaráðstefnan er ætluð félagsmönnum AFLs og gestum en hámarksfjöldi þátttakenda er 75 manns.

Sjá drög að dagskrá og nánari umfjöllun.

Drög að dagskrá Kjaramálaráðstefnu AFLs 2009

10:00     Setning – Jóna Járnbrá Jónsdóttir, formaður Verkamannadeildar AFLs

10:10     Ávarp formanns AFLs– Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

10:30     Siðferði – tenging í viðskiptum – traust – árangur

Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur, Háskólanum í Reykjavík.

Fjallað verði um siðferðisgildi í almennum samskiptum einstaklinga vs. þau viðskipti sem valdið hafa hruni efnahagslífs.

Rætt um  hlut siðferðisvitundar í viðskiptum og hvernig traust byggir á sameiginlegum gildum. Fjallað um nauðsyn „siðvæðingar“ og hvernig okkur verði unnt að skapa traust á fjármálastofnunum – innanlands sem utan. Þáttur almennings og fjölmiðla, stjórnamálamanna og félagslegra afla.

11:30 Kaffihlé

11:45  Spilaborgin hrynur  – Anna Ólafsdóttir, félagsmaður AFLs.

Fjallar um tilfinningu og upplifun tengda bankahruni og setningu neyðarlaga. Fer yfir persónulega sýn á trausti og siðferði í viðskiptum– trú á framtíð.

12:30     Hádegisverður

13:30     Umræðuhópar

15:00     Enduruppbygging – atvinnuþróun. Adolf Guðmundsson, formaður LÍU

Sjávarútvegur sem kjölfestugrein, átakamál og uppgjör - nýsköpun og aukning verðmæta. Framtíðarsýn.

15:45     Kaffihlé

16:00     Atvinnuuppbygging – framtíðarsýn.  Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Höfn.

Nýsköpun og sprotar. Endurheimta og traust. Sveitarfélög á umbrotatímum; aukin ábyrgð í velferðarmálum.

16:45     Umræðuhópar

17:30     Pallborð – í pallborði, Stefán, Adolf, Hjalti, Anna, Hjördís Þóra o.fl.

18:30     Ráðstefnuslit.

18:30     Aukaaðalfundur AFLs

a.       Afgreiðsla ársreiknings

b.      Kjör fulltrúa á þing SGS

c.       Kjör fulltrúa á ársfund  ASÍ

19:00 Kvöldverður

 

Eins og á fyrri kjaramálaráðstefnum AFLs er þátttakendum skipt í umræðuhópa sem fjalla um málefni ráðstefnunnar undir stjórn hópstjóra og ritara. Frummælendur hitta alla hópa að máli. Í pallborði gera hópstjórar grein fyrir umræðum hópsins og fulltrúar í pallborði taka þátt í umræðum með ráðstefnugestum.

Ritarar AFLs taka saman helstu niðurstöður úr umræðum og verða þær niðurstöður notaðar við stefnumótun félagsins á vetri komanda.

Skráning á ráðstefnuna er hafin og er félagsmönnum bent á að skrá sig á næstu skrifstofu félagsins eða með pósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skipulag ferða verður á höndum hverrar skrifstofu félagsins fyrir sig. Félagsmenn AFLs greiða ekki þátttökugjald.

Athygli er vakin á því að í lok ráðstefnunnar verður settur aukaaðalfundur AFLs sem boðaður verður með dagskrá. Ástæða þessa aðalfundar er að á aðalfundi félagsins í vor urðu þau mistök að í fundargögnum var rangur ársreikningur þó svo að hinn rétti reikningur hafi einnig verið á fundarstað og í nokkru upplagi til dreifingar.

Munur þessara tveggja útgáfa af ársreikningi félagsins lítur að aðild sjóða félagsins innbyrðis að vaxtatekjum / fjármagnstapi en hefur engin áhrif á heildarútkomu félagsins. Það er mat lögmanna félagsins að til að taka af allan vafa um að ársreikningur félagsins sé rétt samþykktur þurfi að setja aukaaðalfund og bera réttu útgáfu reikningana undir atkvæði.´

Tækifærið verður síðan notað til að kjósa fulltrúa AFLs á þing SGS og ársfund ASÍ.

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi