AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Stjórn AFLs um Stapa Lífeyrissjóð

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags hélt í hádeginu fund um málefni Stapa Lífeyrissjóðs, en mistök lögmanns lífeyrissjóðsins urðu til að kröfu sjóðsins á hendur Straumi Burðarás að upphæð fjórum milljörðum króna, var lýst eftir að kröfulýsingarfrestur rann út. Fulltrúi AFLs í stjórn Stapa skýrði stöðu mála í sjóðnum. Að umræðum loknum samþykkti stjórn AFLs eftirfarandi: "Stjórn AFLs Starfsgreinafélags harmar þau mistök sem urðu til þess að kröfu  Stapa Lífeyrissjóðs á Straum – Burðarás vegna nauðasamninga var lýst of seint. Stjórnin telur nauðsynlegt að umræða um málið fari fram fyrir opnum tjöldum og að sjóðsfélögum verði gerð grein fyrir framvindu þess og þeim ráðstöfunum sem sjóðurinn hyggst grípa til, til að fyrirbyggja að mistök sem þessi endurtaki sig.Þá telur stjórnin eðlilegt í ljósi þess að allt tap lífeyrissjóðsins mun bitna á sjóðsfélögum nú eða síðar í formi lægri lífeyrisgreiðslna, að stjórn sjóðsins geri grein fyrir því hvort og hverjir muni kallaðir til ábyrgðar vegna þessara mistaka og í hverju sú ábyrgð muni felast.

Stjórn AFLs harmar sérstaklega þetta mál í ljósi þess að Stapi lífeyrissjóður virtist koma sterkari út úr bankahruni sl. árs en margir aðrir lífeyrissjóðir."

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi