Atvinnuöryggi og kjarasamningar
Samtök málmiðnaðarmanna í Evrópu og víðar standa 7. október fyrir baráttudegi þar sem lögð verður áhersla á atvinnuöryggi - en einn fylgifiska efnahagskreppu um allan heim er aukin sókn fyrirtækja gegn atvinnuöryggi starfsmanna.
Þannig hefur "undirverktökum" fjölgað mjög og verkefni eru vistuð út til fyrirtækja sem ekki virða kjarasamninga. Atvinnuöryggi starfsmanna víða um heim hefur þannig verið verulega skert síðustu misseri.
AFL mun standa fyrir stuttum málfundi miðvikudaginn 7. október og fjalla þar um "undirverktöku" og atvinnuöryggi.