Starfsdagur grunnskólastarfsmanna
Hinn árlegi starfsdagur grunnskólastarfsmanna var haldinn fimmtudaginn 10. september, þar mætti fagur hópur grunnskólastarfsmanna sem hlýddi á erindi þeirra Páls Ólafssonar félagsráðgjafa um jákvæð samskipti, Sverris Mars Albertssonar um ný vandamál í breyttu umhverfi, Hjördísar Þóru Sigurþórsdóttur er fjallaði um launaumhverfi sveitarfélagastarfsmanna, Þórunnar Egilsdóttur frá ÞNA um að koma fram að sjálfsöryggi og síðast en ekki síst erindi Sigríðar Herdísar Pálsdóttur verkefnisstjóra Fjarðarbyggðar um móttöku nýrra íbúa. Sjá myndir frá starfsdeginum