AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Yfir 50% sjóða Landsvaka til skyldra aðila

Staða peningamarkaðsbréfa Landsbanka Íslands mánuði fyrir hrun í fyrra var þannig að yfir 50% fjármuna sjóðsins voru lán til skyldra aðila, þ.e. Landsbankans sjálfs, Samsonar, Eimskipafélagsins og Straums-Burðaráss.

 

Landsbankinn sjálfur var langstærsti skuldari peningamarkaðssjóðsins í byrjun september í fyrra en þá voru yfir 30% fjármuna sjóðsins hjá bankanum sjálfum. Næst stærsti skuldarinn var Kaupþing með yfir 15% hlutdeild.Þá Straumur Burðarás með yfir 10% hlut.

Aðrir aðilar sem voru með fé sjóðsins að láni voru m.a. FL Group, Mosaic og Egla og Exista.

AFL Starfsgreinafélag krafðist upplýsinga um eignasamsetningu sjóðsins á fundi með Stefáni Stefánssyni, þáverandi framkvæmdastjóra Landsvaka, og Eyrúnu Önnu Einarsdóttur, sjóðsstjóra, en fékk synjun. Félagið stefndi í kjölfarið bankanum og Landsvaka til að afhenda upplýsingarnar en Héraðsdómur vísaði málinu frá. AFL kærði frávísunina til Hæstaréttar og 15. júní úrskurðaði Hæstiréttur að Héraðsdómur skyldi taka málið fyrir.

Nú fyrir skömmu afhenti Landsbankinn yfirlit yfir þau fyrirtæki sem höfðu fé peningamarkaðssjóðs Landsvaka að láni 1. september 2008 - 20. október 2008 og koma ofangreindar upplýsingar þaðan.

 Sjá má dóm Hæstaréttar  hér: AFLsdómur

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi