Gagnrýni AFLs var kannski óþolandi - en réttmæt!
Í síðustu viku hafnaði stjórn Ábyrgðasjóðs launa erindi AFLs Starfsgreinafélags um að sjóðurinn ábyrgðist vangoldin laun fyrrum starfsmanna NCL / GT verktaka en mál þeirra vöktu mikla athygli fyrir tveimur árum síðan er AFL Starfsgreinafélag hafði afskipti af málum þeirra en þeir ásökuðu m.a. GT verktaka um að tilreiða falska launaseðla. Sjá fyrri umfjöllun hér: eldrifrett. Sjá einnig mbl. hér.
Þegar málefni starfsmanna GT verktaka voru hvað mest áberandi í fjölmiðlaumræðu kom til harðra orðaskipta milli starfsmanna AFLs og Gissurar Pétursson, forstjóra Vinnumálastofnunar, en Gissur fór á framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka og undirritaði sérstakan samning við GT verktaka og Arnarfell, þar sem heimilað var að umræddir starfsmenn héldu áfram störfum sínum þrátt fyrir að mikill vafi léki á launagreiðslum, skráningum þeirra hjá Vinnumálastofnun og fleiri atriðum. Gekk Arnarfell í ábyrgð fyrir því að rétt yrði staðið að launagreiðslum. Arnarfell fór síðan í þrot nokkrum mánuðum síðar.
Sjá frétt mbl. 5. sept. 2007 hér
Á grundvelli þessa samkomulags héldu síðan mennirnir áfram vinnu sinni þar til AFL Starfsgreinafélag greip inn í og flutti mennina niður á Egilsstaði og lagði fram kærur, m.a. fyrir hótanir og skjalafals. Gissur sagði afskipti AFLs óþolandi eins og sjá má í eftirfarandi frétt af vef RÚV
Gagnrýni AFL-s sögð óþolandi
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir gagnrýni AFLs starfsgreinafélags Austurlands á störf stofnunarinnar ósanngjarna og óþolandi. Hann segir athugasemdir í sambandi við kennitölur starfsmanna undirverktaka Arnarfells ekki koma stofnuninni við en ef starfsgreinafélagið sé byrjað að fara yfir gögn málsins sé það loksins farið að vinna vinnuna sína.
Í kjölfar þess að Vinnumálastofnun lét ekki stöðva vinnu Hunnebeck Polska og GT verktaka í gær eins og til stóð sendi stjórn AFLs starfsgreinafélags Austurlands frá sér harðorða ályktun. Þar segir m.a. að stjórnin treysti ekki stofnuninni til að verja rétt launafólks í landinu.
Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLs sagði í hádegisfréttum Útvarps að svo virtist af þeim launaseðlum sem lagðir hafi verið fram að allir starfsmenn fyrirtækjanna hafi einu og sömu kennitöluna og þiggi laun sín frá starfsmannaleigunni Nordic Construction line sem þó hafi hvergi komið við sögu málsins hingað til og hafi samkvæmt vef Vinnumálastofnunar enga starfsmenn.
Gissur kallar eftir ábyrgð AFLs í málinu og yfirtrúnaðarmaður starfsmanna á þeirra vegum hafi setið sáttafundinn í gær. (7. sept. 2007).
Innheimtumál sem AFL höfðaði fyrir hönd starfsmannanna vanst síðan fyrir um ári síðan en innheimtuaðgerðir hafa reynst torfærar - þar sem héraðsdómur féllst ekki á að GT verktakar bæru ábyrgð á málinu og Arnarfell var orðið gjaldþrota. Sjá umfjöllun lögmanns AFLs um málið hér.
Þar sem endurtaka hefði þurft allan leikinn í lettlandi gagnvart NCL til að tryggja hagsmuni þessara félagsmanna AFLs og áframhaldandi vinna mannana var að mati AFLs á ábyrgð Vinnumálastofnunar sendi félagið VMST erindi um þann hluta launa sem út af stóð og í síðustu viku barst svar stofnunarinnar - sjá hér.vinnumlastofnun_gt
AFL Starfsgreinafélag mun nú íhuga hvort framhald verður á málinu.