Öfundsverðar langtímahorfur: 50 milljarðar innleystir
Á sama tíma og um þriðjungur innistæða peningamarkaðssjóða Landsbankans / Landsvaka var innleystur fór forstöðumaður greiningardeildar bankans og hélt erindi sem kallaðist "Öfundsverðar langtímahorfur".
Innistæður í peningamarkaðssjóði Landsvaka sept. - okt. 2008
1. sept. 2008 | 8. sept.2008 | 15. sept. 2008 | 22. sept. 2008 | 29. sept. 2008 | 6. okt. 2008 |
169.265 | 166.721 | 153.108 | 155.286 | 150.429 | 102.674 |
Stjórn AFLs Starfsgreinafélags hefur ákveðið að stefna þeim sjóðsstjórum og starfsmönnum Landsbankans / Landsvaka sem fóru með málefni AFLs en félagið hafði gert fjárvörslusamning við Landsbanka Íslands og hafði stærstan hluta fjármuna félagssjóðs, sjúkrasjóðs, orlofssjóðs og vinnudeilusjóðs í umsjón bankans.
Á fundi með fulltrúum bankans í ágúst kom m.a. fram að þeir töldu líkur á góðri ávöxtun á árinu og að framtíðarhorfur væru góðar. AFL hefur fengið upplýsingar sem sýna að þrátt fyrir reglur um hámark fjárfestinga hjá einum aðila var um helmingur peninga félagsins fyrirtækjum sem voru meira eða minna í eigu og undir stjórn sömu aðlila.
Ennfremur kemur fram eins og taflan hér að ofan sýnir, að verulegar innlausnir voru á síðustu dögunum fyrir hrun bankans sem vekja grunnsemdir um "innherjaupplýsingar".
Starfsmenn AFLs hafa í dag fengið nokkuð af símtölum frá fólki sem hefur haldið því fram að völdum hóp aðila sem tengdust bankanum eða stjórnendum hans og jafnvel öðrum fjármálastofnunum hafi verið ráðlagt að losa fjármuni sína úr sjóðnum á sama tíma og almenningur var áfram hvattur til að leggja fé sitt í sjóðinn.
Stærstur hluti fyrirtækja sem hafði þegið fé sjóðsins að láni - er nú gjaldþrota.