Ársfundur ASÍ - ályktanir. AFL í miðstjórn
Að auki var lögð fram tillaga Vlf. Akraness á þá leið að atvinnurekendur færu úr stjórnum lífeyrissjóða og að fram færu beinar kosningar sjóðsfélaga til stjórnarsetu. Þessi tillaga var felld með miklum mun.
Ennfremur lágu fyrir hugmyndir um að skattleggja inngreiðslur í sjóðina í stað þess að greiddur yrði skattur af lífeyri og var samþykkt sérstök ályktun þar sem ársfundurinn hafnaði þessari hugmynd sérstaklega.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir sem hefur verið varaforseti Alþýðusambandsins undanfarin ár var endurkjörinn í embættið til ársins 2011. Ekkert mótframboð barst og var Ingibjörg endurkjörinn með dynjandi lófataki ársfundarfulltrúa sem risu úr sætum og hylltu varaforsetann.
Eftirfarandi voru kjörnir í miðstjórn ASÍ til ársins 2011:
Aðalmenn:
Signý Jóhannesdóttir, Stéttarfélag Vesturlands (SGS)
Sigurrós Kristinsdóttir, Efling (SGS)
Kristján Gunnarsson, Vl. og sjóm. fél. Keflavíkur og nágrennis (SGS)
Sverrir Mar Albertsson, Afl (SGS)
Sævar Gunnarsson, Sjómannasamband Íslands (SSÍ)
Guðmundur Gunnarsson, Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ)
Kristinn Örn Jóhannesson, VR (LÍV)
Varamenn:
Vilhjálmur Birgisson, Vfl. Akraness (SGS)
Fanney Friðriksdóttir, Efling (SGS)
Konráð Alfreðsson, Sjómannafélag Eyjafjarðar (SSÍ)
Björn Ágúst Sigurjónsson, Félag íslenskra rafvirkja (RSÍ)
Ágúst Guðbjartsson, VR (LÍV)
Sjá nánar umfjöllun og samþykktir þingsins á www.asi.is