Sjómenn í gjallbing
Formannafundur Sjómannasambands Íslands var haldinn í Vestmannaeyjum um helgina. Grétar Ólafssson, formaður Sjómannadeildar AFLs, Stephen Róbert Johnson, varaformaður, og Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs, sóttu fundinn fyrir hönd AFLs.
Helstu mál fundarins voru kvótakerfi og stefnumörkun Sjómannasambandsins vegna umræðu um fiskveiðistjórnun og þátttaka lífeyrissjóða í fjárfestingarsjóði atvinnulífsins.
Vestmannaeyingar eru höfðingjar heim að sækja og farið var með fundargesti í kynnisferð um bæinn og m.a. á gosslóðir þar sem unnið hefur verið að því að grafa hús undan ösku - hús sem hurfu sjónum manna í janúar 1973.
Á fundinum var meðfylgjandi skjal lagt fram í stefnumótunarvinnu um fiskveiðistjórnunarkerfi.