AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Velferðarvakt: Hvað er nú það?

sigurosSigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar, verður með upplýsinga- og kynningarfund um "Velferðarvaktina"  fyrir trúnaðarmenn AFLs, stjórn og starfsfólk nk. fimmtudag kl. 18:00. Aðrir félagsmenn eru og velkomnir. Velferðarvaktin var sett á stofn í febrúar sl. af félags-og tryggingamálaráðherra til að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu með markvissum hætti og gera tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna.

AFL Starfsgreinafélag telur nauðsynlegt fyrir talsmenn félagsins að fá upplýsingar um þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til í yfirstandandi efnahagsþrengingum.  Sigurrós hefur sinnt þessu starfi fyrir hönd Alþýðusambands Íslands og er því vel í stakk búin til að deila með okkur upplýsingum og ennfremur að skiptast á skoðunum við trúnaðamenn félagsins. 

 

Velferðarvaktina skipa eftirtaldir fulltrúar:

    * Lára Björnsdóttir, skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra, formaður,
    * Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands,
    * Páll Ólafsson, tiln. af Bandalagi háskólamanna,
    * Garðar Hilmarsson, tiln. af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja,
    * Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu,
    * Ása Ólafsdóttir, tiln. af dómsmálaráðuneyti,
    * Björn Ragnar Björnsson, tiln. af fjármálaráðuneyti,
    * Guðrún Sigurjónsdóttir, tiln. af heilbrigðisráðuneyti,
    * Eiríkur Jónsson, tiln. af Kennarasambandi Íslands,
    * Stefán Stefánsson, tiln. af menntamálaráðuneyti,
    * Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossi Íslands,
    * Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg,
    * Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
    * Guðrún Björk Bjarnadóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins,
    * Margrét Sæmundsdóttir, tiln. af viðskiptaráðuneyti,
    * Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Landssamtökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands.

Með nefndinni starfa Ingibjörg Broddadóttir og Þorbjörn Guðmundsson.

Hópastarf á vegum vaktarinnar

Stýrihópurinn hefur sett saman vinnuhópa um sex viðfangsefni auk ráðgjafahóps um rannsóknir. Formenn hópanna koma úr stýrihópnum og allir fulltrúarnir taka þátt í hópastarfinu með öðrum þátttakendum sem vel þekkja til hvers málaflokks.

Hóparnir hafa fengið eftirfarandi verkefni:

    * Að kortleggja ástandið, leggja mat afleiðingar kreppunnar á markhópinn og tilgreina hvaða upplýsingar vantar til að skýr mynd fáist.
    * Að taka saman yfirlit um það sem þegar hefur verið gert til að koma í veg fyrir alvarlegar/varanlegar afleiðingar efnahagsástandsins á fólkið í landinu.
    * Að leggja fram tillögur til úrbóta.
    * Að hafa ævinlega í huga sjónarmið jafnréttis og athuga áhrif aðgerða/aðgerðaleysis á bæði kynin, á innflytjendur o.s.frv.

Eftirtaldir hópar starfa á vegum stýrihópsins


1. Barnahópur (0 – 18 ára)

2. Ungmenni og ungt fólk (15 – 25 ára)

3. Þeir sem standa höllum fæti/stóðu höllum fæti fyrir kreppu

4. Fjármál heimilanna

5. Fólk án atvinnu

6. Kreppan og heilsufar

7. Ráðgjafahópur um rannsóknir

8. Hópur um félagsvísa

9. Grunnþjónustuhópur

 

Sjá nánar um störf velferðarvaktarinnar Velferðarvaktin

sjá einnig á island.is og island.is/velferðarvaktin

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi