Öllum málum gegn Impregilo lokið
Þeim málum sem AFL Starfsgreinafélag hefur rekið fyrir hönd félagsmanna sinna gagnvart verktakafyrirtækinu Impregilo vegna vinnuslysa og annarra mála við framkvæmdir við Kárahnjúkastíflu er lokið. Í júlí sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í einu máli og kaus Impregilo að áfrýja ekki og hefur náðst sátt um uppgjör í kjölfar þess dóms og síðasta málinu lauk með sátt nú fyrir skömmu.
Um var að ræða skaðabótamál vegna tveggja kínverskra félagsmanna í AFLi en annar er lamaður upp að höndum eftir vinnuslys í aðrennslisgöngum virkjunarinnar en hinn slasaðist alvarlega í vinnslysi á stífluveggnum sjálfum.