Fyrstu útskriftir StarfA
Á fimmtudag útskrifaði Starfsendurhæfing Austurlands fyrstu tvo hópa þáttakenda í starfsendurhæfingu. Annar hópurinn, níu þátttakendur voru útskrifaðir á Egilsstöðum en í Fjarðabyggð voru luku 12 einstaklingar endurhæfingunni. Nokkrir til viðbótar hafa verið í hópunum en hætt m.a. til að hefja störf eða nám.
Á myndinni eru þátttakendur í Fjarðabyggð ásamt leiðbeinendum Auði Völu Gunnarsdóttir, íþróttafræðingi, Erlu Jónsdóttir, framkvæmdastjóra StarfA, og Jóni Knút Ásmundssyni, félagsfræðingi.
Sjá nánari upplýsingar um gott og gefandi starf Starfsendurhæfingar Austurlands á heimasíðu Starfsendurhæfingar Austurlands