Myndasamkeppni
Verðlaun voru veitt fyrir fyrsta sæti myndasamkeppni sumarsins, þar sem þemað var, mynd af eða úr sumardvalarstað félagsins. Verðlaunaafhendingin fór fram í Nettó á Hornafirði klukkan 9 í morgun á vinnustað vinningshafans. Fyrstu verðlaun hlaun Finnur Karl Vignirsson fyrir mynd tekna í Úthlíð (sjá mynd). Í fyrstu verðlaun var glæsileg myndavél. Tvenn önnur verðlaun eru veitt þar sem einungis bárust myndir af tveim sumardvarlarstöðum til viðbótar, er það fyrir Einarsstaði og Illugastaði.
Þau verðlaun hlutu Dagný Sverrisdóttir fyrri Einarsstaði og Vala Rut Friðriksdóttir fyrir Illugastaði, verðlaunin eru helgardvöl í orlofsíbúð félagsins í Reykjavík eða á Akureyri. Nokkrar myndir bárust að auki og þökkum við öllum sem þátt tóku í keppninni kærlega fyrir þátttökuna.