Launahækkanir 1. janúar 2010
Þann 1. janúar hækkar kauptrygging háseta um 6.500 krónur og tímakaup og starfsaldursálag taka mið af þeirri hækkun. Aðrir liðir hækka um 2.5%. Fæðispeningar taka ekki breytingum fyrr en 1. júní.
Starfsmenn Alcoa fá 2% samningsbundna hækkun auk 2% hækkunar samkvæmt ákvörðun fyrirtækisins.
Aðrir félagsmenn eru ekki að fá samningsbundnar hækkanir fyrr en í júní.
Þeir sem eru með laun umfram umsamda launataxta fengu 3,5% hækkun frá 1. nóvember, en heimilt er að draga frá þær hækkanir sem áður hafa komið til framkvæmda á árinu.
Ný launatafla tók gildi hjá starfsmönnum Ríkis og einnig hjá starfsmönnum sveitarfélaga, en hækkun samkvæmt henni var mismikil og fór eftir því hve hátt menn raðast í launaflokk.
Laun þessara hópa hækka næst 1. júní 2010.