Að lifa lífinu á jákvæðan hátt!
Fjölbreytt námsskrá AFLs Starfsgreinfélags í samvinnu við Þekkingarnet Austurlands fyrir byrjaða vorönn verður borin í hús á næstu dögum. Námskeið AFLs eru kynnt hér að neðan. Nánari upplýsingar um einstök námskeið gefa þær Bergþóra Arnórsdóttir, verkefnisstjóri Símenntunar hjá ÞNA, 471 2738, og Ragna Hreinsdóttir, 4700 311, náms-og starfsráðgjafi AFLs Starfsgreinafélags.
Unnt er að skrá sig til náms hjá ÞNA og á skrifstofum AFLs. Sjá nánar um námskeiðin
Námskeið fyrir félaga í AFLi Starfsgreinafélagi.
Gerðu góða ferilskrá
8 kennslustundir Færnimappan er verkfæri sem auðveldar einstaklingum að átta sig á og fá yfirsýni yfir hvað hver og einn hefur fram að færa í leik og starfi. Á námskeiðinu er efni færnimöppunnar kynnt og þátttakendur fá leiðsögn um ráðgjöf við gerð möppunnar. Kynntar verða mismunandi tegundir ferilskráa og þátttakendur fá tækifæri til að útbúa eða uppfæra eigin skrá.
Kennarar: Náms- og starfsráðgjafar á Austurlandi.
Skráning fer fram hjá ÞNA og á skrifstofum félagsins. Námskeiðið er fyrirhugað í febrúar, þar sem þátttaka næst.
Lífstíll og heilsa
8 kennslustundirNámskeiðið er ætlað fólki sem hefur stundað litla sem enga líkamsrækt, hefur langað til þess en alltaf skort kjarkinn. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum um næringu, heilsu og heilsufarsleg vandamál og kynningu á algengustu tegundum líkamsræktar fyrir almenning.
Skráning fer fram hjá ÞNA og á skrifstofum félagsins. Námskeiðið er fyrirhugað í febrúar, þar sem þátttaka næst.
Betri líðan í vinnu
4 kennslustundir Farið er yfir hvernig hægt er að bæta líðan við vinnu í hinum ýmsu störfum t.d. vinnu í frystihúsum, við ræstingar, í verslunum og á skrifstofum.
Kennarar: Iðjuþjálfar/sjúkraþjálfar á Austurlandi
Námskeiðið er haldið á vinnustöðum í samráði við trúnaðarmenn.
Námskeiðið er fyrirhugað í mars, þar sem þátttaka næst.
Að lifa lífinu á jákvæðan hátt
8 kennslustundir Á námskeiðinu er fjallað um leiðir til að byggja upp sjálfstraust. Þátttakendur læra að þekkja jákvæðar og neikvæðar hugsanir og ná stjórn á kvíða, álagi og streitu með því markmiði að þeir lifi ánægjulegra lífi. Kynntar leiðir sem stuðla að meira sjálfstrausti og öruggari framkomu þannig að fólk nái betri árangri í samskiptum við aðra.
Kennarar. Náms- og starfsráðgjafar.
Skráning fer fram hjá ÞNA svo og á skrifstofum félagsins. Námskeiðið er fyrirhugað í mars , þar sem þátttaka næst.Námskeiðin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Öll námskeiðin er hægt að halda á öllum þéttbýlisstöðum á Austurlandi ef næst í 5 manna hóp.