Bjartur NK 121 á miðin!
Grétar Ólafsson, formaður Sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags brá sér ásamt starfsmanni félagsins um borð í Bjart NK 121, ísfisktogara Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, þegar skipið var að leggja af stað í veiðiferð.
Tilefni heimsóknar formannsins var að kjósa nýjan trúnaðarmann en Sigurd Jacobsen hefur látið af því starfi og var Haraldur Egilsson kosinn í hans stað.
Ennfremur voru orlofskostir sumarsins kynntir og kvótamál og fyrningarleið og fleiri mál rædd.
.