AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Vöfflukaffið vel sótt

vfflur1Starfsmenn AFLs á Egilsstöðum og Djúpavogi slógu í vöfflur í morgun og helltu upp á. Tilefnið var tilraun til að hafa "opið" hús á þriðjudagsmorgnum og mættu 10 félagsmenn AFLs til skrafs og ráðagerða. Í lok "vöfflufundarins" ákvað fólk að hittast aftur að viku liðinni og sjá þá sjálft um vöfflubaksturinn og ennfremur skiptust menn á símanúmerum og netföngum til að koma einhverju skikk á þennan "vöffluhóp".

Vöffluhópar AFLs eru hugsaðir sem félagsleg tenging fyrir þá félagsmenn sem einhverra hluta vegna eru ekki við vinnu um þessar mundir og þá sem vinna vaktavinnu eða hlutastörf eða sem vilja nýta sér þetta boð um kaffi og með því.

Á kaffispjallinu í dag komu fram ýmsar hugmyndir og m.a. um að félagsmenn t.d. á Egilsstöðum geri útrás í önnur byggðalög og snæði vöfflur á öðrum skrifstofum félagsins - og félagsmenn þar geri síðan gagnárás.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi