AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sjálfkjörið í samninganefnd við ALCOA

Sjálfkjörið er í samninganefnd AFLs vegna komandi kjarasamninga við ALCOA Fjarðaál. Alls bárust 12 tilnefningar og fyrir voru 5 fulltrúar í samninganefnd er kjörin var 2008 og var til endurkjörs. Þá var og auglýst eftir tilnefningum til trúnaðarmanna AFLs hjá ALCOA en engar bárust og því voru þeir trúnaðarmenn er gáfu kost á sér til endurkjörs - sjálfkjörnir áfram.

Kjörnefndarmennirnir Kristinn Árnason og Guðni Hermannsson opnuðu kjörkassa er staðið hefur innsiglaður í anddyri ALCOA og fóru yfir tilnefningar er þar voru. Ennfremur lagði Hjördís Þóra, formaður AFLs fram tvær tilnefningar er bárust í tölvupósti og eina er kom í umslagi á skrifstofu AFLs.

Kjörnefnd fór yfir að rétt væri staðið að tilnefningum og að þeir tilnefndu væru kjörgengir innan AFLs og úrskurðaði síðan að allir þeir er tilnefndir voru væru sjálfkjörnir til setu í samninganefnd þar sem tilnefningar voru færri en auglýst hafði verið eftir - þó svo að hlutföll milli vakta og vinnustöðva væri ekki jafnt. Þegar farið var yfir listann kom í ljós að ef kosið yrði skv. auglýsingu um skiptingu milli vakta og vinnustöðva hefði í raun fulltrúum í samninganefnd fækkað um einn.

Samninganefnd starfsmanna og AFLs er síðan í sjálfu valdi sett að bjóða fleiri fulltrúum starfsmanna til starfa með nefndinni. Kjósi samninganefndin að fjölga formlega fulltrúum í nefndinni getur hún gert það.

Enn eiga iðnaðarmannahóparnir í AFLi og RSÍ eftir að tilnefna 4 fulltrúa hvor hópur svo og RSÍ einn fulltrúa. Trúnaðarmenn starfsmanna hjá ALCOA og fulltrúar félaganna funduðu í byrjun mánaðarins og ákváðu fyrirkomulag við undirbúning kjarasamnings félaganna við ALCOA - en félögin sömdu saman við gerð þess kjarasamnings sem nú er í gildi.

 Formaður AFLs, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, mun kalla saman samningarnefndarmenn þegar allir hópar hafa lokið við að kjósa fulltrúa sína.

Fundargerð kjörstjórnar er hér í viðhengi.

 

pdf Fundargerð kjörstjórnar  16/02/2010,18:32 619.02 Kb

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi