AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Áskiljum okkur rétt til aðgerða

Stjórn AFLs hvetur þingmenn til að hysja upp um sig buxurnar og vinna verkin sín. Annars eru þeir óþarfir og rétt að velja aðra - ekki eins verkfælna einstaklinga til verka.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar AFLs Starfsgreinafélags í dag.

Ályktun um efnahagsmál

 Stjórn AFL Starfsgreinafélags krefur stjórnvöld um að hefjast nú þegar við framkvæmd stöðugleikasáttmálans. AFL minnir á að launafólk lagði umsamdar launahækkanir sínar undir á meðan verið væri að rétta við efnahagskerfi landsins. Sú eftirgjöf var ekki sársaukalaus enda heimili láglaunafólks í vonlítilli baráttu við að ná endum saman í verðbólgu undanfarinna mánaða.  Efndir stjórnvalda á samningnum geta ekki dregist endalaust án þess að launafólki finnist það hlunnfarið og þolinmæði þess brestur.

Darraðardansinn í kring um Icesave minnir á lönguvitleysu og tekur allan tíma alþingis og stjórnvalda. Stjórn AFLs krefur stjórnvöld um að hefjast nú þegar handa við undirbúning og útboð þeirra framkvæmda sem boðuð hafa verið. Fyrir liggur að ýmsir aðilar eins og t.d. lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að leggja fjármagn í ákveðin verkefni.

Enn hefur þó ekkert gerst og biðin kostar þjóðfélagið og þegna þess stórfé og við getum ekki beðið endalaust.Verði ekki gripið tafarlaust til úrræða í efnahagsmálum er hætta á að yfirstandandi kreppa verði enn dýpri og afleiðingarnar á íslenskt velferðarkerfi enn alvarlegri en spár gerðu ráð fyrir.

AFL Starfsgreinafélag áskilur sér rétt til að grípa til aðgerða til að hvetja alþingismenn og stjórnvöld til að hysja upp um sig buxurnar. Að öðrum kosti er tilvera þeirra á alþingi tilgangslaus og nauðsyn að skipta þeim út fyrir aðra sem ekki eru eins verkfælnir.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi