Silfursmíði og handverkssýning
Undanfarnar vikur hafa níu konur stundað 170 kennslustunda fjölvirkjanám í Námsverinu á Reyðarfirði en námskeiðið er skipulagt af ÞNA í samvinnu við Vinnumálastofnun. Í fjölvirkjanáminu hefur aðal áherslan verið lögð á handverk og þá sérstaklega fatasaum, prjón og silfursmíði. Auk þess hafa konurnar fengið kennslu í sjálfstyrkingu og samskiptum og gerð færnimöppu og ferilskrár. Námskeiðinu lýkur með útskrift og sýningu á verkum nemendanna þann 9. apríl n.k. Ekki var annað að sjá í dag en að konurnar væru hæst ánægðar með námskeiðið enda hafa þær nú þegar beðið um framhaldsnámskeið.