Aðalfundur AFLs 2010
Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags var haldinn á laugardaginn á Djúpavogi í blíðskaparveðri.
Auk hefðbundinna aðalfundastarfa voru samþykktar breytingar á reglugerð sjúkrasjóð og á lögum félagins. Breytingarnar á reglugerð sjúkrasjóðs snúa einkunn að því að skerpa á þeim á því verklagi sem gilt hefur hjá framkvæmdastjórn sjóðsins og starfsmanni auk þess sem orðalag er fært til betri vegar. Í lög félagsins var bætt inn kafla um siða- og verklagsreglur. Samþykktar voru siðareglur félagsins og kosin siðanefnd. Fundurinn var mjög líflegur, kosið var milli félagmanna í stjórnina og ýmsar vangaveltur og fyrirspurnir lagað fram.
Allnokkrar umræður urðu um lágu launin og hvernig fólk eigi að draga fram lífið á þeim og einnig um málefni lífeyrissjóðanna.
Hjördís Þóra var endurkjörin formaður til eins árs en til tveggja ára voru kosin í stjórn Bryndís Aradóttir, Kristján Magnússon og Reynir Arnórsson.
64 félagsmenn sóttu fundinn víðs vegar af svæðinu
Í fundarlok var boðið upp á kvöldverð.
Auk hefðbundinna aðalfundastarfa voru samþykktar breytingar á reglugerð sjúkrasjóð og á lögum félagins. Breytingarnar á reglugerð sjúkrasjóðs snúa einkunn að því að skerpa á þeim á því verklagi sem gilt hefur hjá framkvæmdastjórn sjóðsins og starfsmanni auk þess sem orðalag er fært til betri vegar. Í lög félagsins var bætt inn kafla um siða- og verklagsreglur. Samþykktar voru siðareglur félagsins og kosin siðanefnd. Fundurinn var mjög líflegur, kosið var milli félagmanna í stjórnina og ýmsar vangaveltur og fyrirspurnir lagað fram.
Allnokkrar umræður urðu um lágu launin og hvernig fólk eigi að draga fram lífið á þeim og einnig um málefni lífeyrissjóðanna.
Hjördís Þóra var endurkjörin formaður til eins árs en til tveggja ára voru kosin í stjórn Bryndís Aradóttir, Kristján Magnússon og Reynir Arnórsson.
64 félagsmenn sóttu fundinn víðs vegar af svæðinu
Í fundarlok var boðið upp á kvöldverð.