Launahækkanir 1. júní 2010.
1. júní koma til framkvæmda síðasti hluti launahækkana kjarasamninga, en flestir kjarasamningar renna út í lok nóvember.
Á almenna vinnumarkaðnum hækka mánaðarlaun verkafólks og verslunarmanna um 6.500 kr., en mánaðarlaun iðnaðarmanna og skrifstofumanna um 10.500 kr. Reiknitölur ákvæðisvinnutaxta hækka um 2,5%
Tímamæld ræsting hækkar í 1.016,59 kr lægri taxti og 1.223,40 hærri taxti.
Þeir sem eru með laun umfram umsamda launataxta fá 2,5% hækkun en hækki laun meira vegna hækkunar á kauptaxta gildir sú hækkun.
Ný launatafla tekur gildi hjá starfsmönnum Ríkis og hjá starfsmönnum sveitarfélaga, en hækkun samkvæmt henni er mismikil og ræðs af því hvar menn raðast í launaflokk.
Lámarkslaun hækka í 165.000 krónur á mánuði (170.000 hjá sveitarfélögum) og séu launamenn með laun undir þeim og eru 18 ára eða eldri og hafa starfað í 4 mánuði, ber að greiða mismun á taxta og lámarkslaunum komi þau ekki fram í bónusum eða öðrum greiðslum á dagvinnutíma.
Fæðispeningar sjómanna hækka um 7,2%.
Gildandi kauptaxta má nálgast hér