AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Orlofsávísanir AFLs

orlofsvsunAFL Starfsgreinafélag býður í sumar, í samvinnu við Ferðaskrifstofu Austurlands og ferðaþjónustuaðila, upp á orlofsávísanir sem unnt verður að greiða með fyrir veitingar, gistingu og þjónustu hjá völdum hópi ferðaþjónustuaðila á öllu Austurlandi.

Orlofsávísanir félagsins eru gefnar út í tveimur verðflokkum, kr. 10.000 og kr. 5.000. Félagsmenn AFLs geta keypt þessar ávísanir á skrifstofum félagsins fyrir kr. 5.000 og kr. 2.500 og notað þær síðan til að greiða fyrir hjá þeim ferðaþjónustuaðilum sem þær gilda hjá.

Á listanum sem birtist hér eru þau fyrirtæki sem AFL mun taka frá orlofsávísunum frá. Félagið áskilur sér rétt til að breyta listanum án fyrirvara og auglýsa þær breytingar á heimasíðu félagsins. Listinn verður uppfærður þar vikulega.

Orlofsávísanirnar eru ætlaðar til greiðslu á veitingum, gistingu og þjónustu ferðaþjónustuaðila. Þær er ekki hægt að nota til kaupa á eldsneyti eða í venjulegum dagvöruverslunum.

Orlofsávísanirnar eru seldar á skrifstofum félagsins til félagsmanna. Þegar félagsmaður framvísar ávísun við greiðslu á þjónustu skal viðkomandi framvísa félagsskírteini og getur hann greitt fyrir veitingar eða þjónustu fyrir sig og fjölskyldu sína.

Félagsmaðurinn á að framselja orlofsávísunina og viðtakandi að kvitta fyrir móttöku.

Óheimilt er að framselja orlofsávísanir til fólks utan AFLs Starfsgreinafélags og áskilur félagið sér rétt til að innheimta niðurgreiðslu og veittan afslátt við misnotkun á þessari þjónustu félagsins.

Félagsmenn eru hvattir til að miða viðskipti sín við reglur um notkun ávísananna því þjónustuaðilar munu ekki gefa til baka af orlofsávísunum. Þannig að ef verslað er fyrir kr. 10.000 þá er hægt að greiða með einni 10.000 kr. ávísun, ef verslað er fyrir 15.000 - þarf að bæta við kr. 5.000 í reiðufé en ef verslað er fyrir 9.000 er annað hvort hægt að bæta 4.000 kr. við 5.000 kr. ávísun eða greiða með 10.000 kr. ávísun án þess að fá til baka.

Reglur um notkun ávísananna er sem hér segir:

1.            5.000 króna ávísun – verður seld á kr. 2.500 á skrifstofum félagsins.

2.            10.000 króna ávísun – verður seld á kr. 5.000 á skrifstofum félagsins

Vegna viðskipta allt að krónur 30.000 má nota að hámarki 10.000 króna ávísun.

Vegna viðskipta allt að krónur 50.000 má nota að hámarki 2 * 10.000 kr. ávísanir

Vegna viðskipta 50.000 kr. og hærra má nota eina 10.000 kr. ávísun pr. 40.000 kr í viðskiptum

 

Vinsamlegast athugið að ávísanirnar er ekki hægt að nota hjá Edduhótelum eða Fosshótelum enda selur AFL gistiávísanir vegna viðskipta við þessi hótel með verulegum afslætti.

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi