AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Átök í áliðnaði í Bandaríkjunum

hawesvilleIðnaðarsvið Starfsgreinasambands Íslands hefur verið síðustu vikur í sambandi við félagsmenn „United Steel Workers – Local 9433“ í Hawesville, Kentucky, í Bandaríkjunum, en þar rekur Century Aluminium, fyrirtækið sem á og rekur Norðurál og undirbýr byggingu álvers í Helguvík, álver.

Kjarasamningar við fyrirtækið hafa verið lausir síðan í apríl og síðasti frestur til að ganga frá samningi rann út í maí. Líkur á verkföllum eða því að verksmiðjan loki eykst því dag frá degi.

Century Aluminium krefst þess að starfsmenn samþykki verulega skerðingu sjúkratrygginga og að lífeyrisþegar verði sviptir sjúkratryggingum í framtíðinni. Þá vill fyrirtækið afnema samráð starfsmanna og stjórnenda sem verið hefur. Skerðing sjúkratrygginga starfsmanna eykur mjög á félagslegt óöryggi þeirra og skerðir lífskjör umtalsvert.

Einstaka starfsmenn hafa borið að stjórnendur hóti því að verksmiðjunni verði lokað ef ekki verður gengið að kröfum fyrirtækisins.

Á sama tíma og fyrirtækið ræðst á áður umsaminn rétt starfsmanna sinna greiðast æ hærri bónusar til stjórnenda Century. Launahækkanir til þriggja æðstu stjórnenda fyrirtækisins námu yfir 70 milljónum kr. á síðasta ári.

Sviðsstjóri Iðnaðarsviðs Starfsgreinasambandsins, í samráði við formann SGS, Kristján Gunnarsson,  sendi starfsmönnum Locals 9433 í gær bréf þar sem lýst var stuðningi við baráttu þeirra fyrir því að viðhalda þeim lífskjörum sem þeir hafa þegar samið um.

Í bréfinu er sérstaklega fjallað um að verkalýðshreyfingin á Íslandi þurfi að gæta þess að alþjóðleg fyrirtæki noti Ísland ekki til félagslegra undirboða – þ.e. hóti ekki að flytja starfssemi sína til Íslands, gefi launafólk ekki eftir umsamin kjör sín.

 

Bréf til Local 9433 USW

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi