Aldrei aftur
Sumarleyfum starfsmanna AFLs er að ljúka og eru skrifstofur félagsins að ná fullri virkni á nýjan leik. Nokkrir starfsmenn koma til baka úr sumarleyfi strax eftir helgi og þeir síðustu snúa til baka um mánaðarmótin.
Eins og fram hefur komið hér á síðunni fór starfsmannafélag AFLs í stutta ferð til Póllands og heimsótti þá m.a. útrýmingarbúðirnar í Birkenau við Auswitch.
Á þessari mynd má sjá eftirstandandi skála er fangar voru vistaðir í á meðan þeir voru þrælkaðir til dauða. Skálarnir voru upphaflega hannaðir sem hesthús og áttu að hýsa 25 hesta hver - en nasistarnir vistuðu 400 fanga í hverjum skála.
Heimsóknin hafði djúp áhrif á starfsmannahópinn svo og kynnisferð um Auswitch búðirnar og verksmiðju Schindlers er gerð var fræg í kvikmynd.