AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sækjum fram af hörku!

Um 40 félagsmenn AFLs komu saman sl. laugardag á Kjaramálaráðstefnu félagsins sem var óvenju fámenn og má rekja það að hluta til vinnuálags í fiskvinnslu og sláturhúsum á svæðinu. Ráðstefnan fór þannig fram að þátttakendur unnu í hópum og var síðan afgreidd sameiginleg ályktun eftir um 3 tíma hópavinnu.

Óvenju hvass tónn er í kjaramálahluta ályktunar fundarins og m.a. hvatt til þess að kjarabætur verði sóttar af fullri hörku til útflutningsfyrirtækja og að félagið haldi samningsumboði sínu heima í héraði. Sjá ályktunina neðar á síðunni.

Áður höfðu þau framsögu, Ólafur Þ. Harðarson, prófessor, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs og Sverrir Kr. Einarsson, trúnaðarmaður AFLs í Eskju.

Erindi Ólafs snerist um samfélagsbreytingar í kjölfar bankahruns og viðbrögð almennings eins og þau birtast í skoðaðakönnunum og viðhorfsrannsóknum. Niðurstöður sem hann kynnti benda m.a. verulegs trúnaðarbrests milli alþingis og þjóðar og ennfremur verulega skert traust til fleiri hefðbundinna stofnana.

Í pallborðsumræðum kom fram að verulega þykir skorta á að þingmenn og stjórnsýsla hafi brugðist við nægjanlega til að endurvekja traust en Ólafur benti á að samskipti í nútíma þjóðfélögum byggist á gagnkvæmu trausti og öll samskipti og viðskipti verða seinleg og dýr - skorti traust milli aðila.

Kjaramálaráðstefnan fjallaði einnig um málefni Austurlands sérstaklega og var skoðað hvernig samfélagið hefur breyst undanfarin ár og hvernig hægt er að styrkja frekari uppbyggingu. Sjá ályktun fundarins  hér.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi