Námskeið á vegum AFLs
Launaviðtalið
Farið er yfir að hverju þarf að huga þegar kemur að launaviðtali. Skoðað er hvaða spurninga þarf að spyrja, farið yfir framkomu og hvernig launamaðurrökstyður mál sitt.
Staður og tími: Hús AFLs við Víkurbraut 8. nóv. kl. 19:30 – 21:00 Leiðbeinandi: Ragnhildur Jónsdóttir
Fundarritun og fundarstjórn
Farið er í gegnum helstu atriði góðra fundargerða og hvert verksvið fundarritara er, hvað eru aðalatriði og aukaatriði og hvað þarf að koma fram í fundargerðum.
Staður og tími: Hús AFLs við Víkurbraut 9. nóv. kl. 19:30 – 21:30
Leiðbeinandi: Zophonías Torfason