Ljósmyndarinn verðlaunaður
Sólrún Dögg Baldursdóttir, stuðningsfulltrúi í Vopnafjarðarskóla, átti verðlaunaljósmynd Orlofssjóðs AFLs 2010. Mynd hennar - "Stúlka rólar sér" var tekin við orlofshús félagsins að Illugastöðum í Fnjóskadal, þar sem Sólrún naut sumarleyfis með fjölskyldu sinni í sumar.
Á þessari mynd eru þeir Grétar Ólafsson, formaður Sjómannadeildar AFLs, og Kristján Magnússon, ritari í stjórn AFLs, að afhenda Sólrúnu verðlaunin. Með Sólrúnu eru á myndinni börn hennar, Íris Hrönn og Baldur Geir, Hlynsbörn.
Gunnar Smári, starfsmaður AFLs á Vopnafirði hellti uppá kaffi á skrifstofu félagsins og tók þessa mynd þegar þeir Grétar og Kristján höfðu afhent Sólrúnu vandaða myndavél, Canon Power Shot SX210 IS - og sagði Sólrún okkur að hún hefði verið að hugleiða kaupa á svipaðri myndavél þannig að verðlaunin komu sér vel.
Við látum verðlaunamyndina fylgja hér með og það er að sjálfsögðu Íris Hrönn Hlynsdóttir, sem rólar sér