Verður samstaða?
Fulltrúar AFLs og Drífanda héldu því til Þórshafnar í morgun og hittu bræðslumenn að máli og að því búnu áttu þeir viðræður við formann Þórshafnarfélagsins. Svölu Sævarsdóttir. Á fundunum fóru erindrekar AFLs og Drífanda yfir forsögu vinnudeilu félaganna við atvinnurekendur og stöðu samningsviðræðna. Þá var fjallað um fyrirhugað verkfall í bræðslum á félagssvæði AFLs og Drífanda og lögðu fulltrúar þunga áherslu á samstöðu bræðslumanna um land allt.
Móttökur heimamanna voru góðar og urðu fróðlegar umræður um stöðu samningsmála og kaup og kjör í fiskimjölsverksmiðjum og annarra útflutningsgreina.
Við bryggju á Þórshöfn lágu tvö fiskiskip Ísfélagsins og mjölskip og var mikið líf á bryggjunni og mikil umsvif.