AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Verður samstaða?

Fulltrúar Drífanda, stéttarfélags í Vestmannaeyjum og AFLs Starfsgreinafélags óskuðu í dag eftir fundi með Svölu Sævarsdóttir, formanni Verkalýðsfélags Þórshafnar, en á Þórshöfn rekur Ísfélag Vestmannaeyja afkastamikla fiskimjölsverksmiðju. Ástæða þess að óskað var eftir fundi með Þórshafnarfélaginu var að AFL og Drífandi hafa efnt til atkvæðagreiðslu meðal bræðslumanna um verkfallsboðun en Verkalýðsfélag Þórshafnar hafði ekki, að kunnugt væri, hafið samningsviðræður um bræðslusamning.

Fulltrúar AFLs og Drífanda héldu því til Þórshafnar í morgun og hittu bræðslumenn að máli og að því búnu áttu þeir viðræður við formann Þórshafnarfélagsins. Svölu Sævarsdóttir. Á fundunum fóru erindrekar AFLs og Drífanda yfir forsögu vinnudeilu félaganna við atvinnurekendur og stöðu samningsviðræðna. Þá var fjallað um fyrirhugað verkfall í bræðslum á félagssvæði AFLs og Drífanda og lögðu fulltrúar þunga áherslu á samstöðu bræðslumanna um land allt.

Móttökur heimamanna voru góðar og urðu  fróðlegar umræður um stöðu samningsmála og kaup og kjör í fiskimjölsverksmiðjum og annarra útflutningsgreina. 

Við bryggju á Þórshöfn lágu tvö fiskiskip Ísfélagsins og mjölskip og var mikið líf á bryggjunni og mikil umsvif.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi