AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kjaradeilu vegna Mjóeyrarhafnar vísað til sáttasemjara

AFL Starfsgreinafélag hefur vísað kjaradeilu vegna vinnu við Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð til ríkissáttasemjara. Félagið hefur síðan í okt. 2009 óskað viðræðna um sérkjarasamning við Eimskipafélagið vegna vinnustaðarins en síðustu vikur hefur Eimskip ekki virt félagið svars.

Um Mjóeyrarhöfn fara á sjötta hundrað þúsund tonn af vörum á ári og m.a. öll aðföng og útflutningur álvers ALCOA. Félagið telur starfsmenn hafnarinnar mikilvægan þátt í starfssemi álversins og að starfsmenn þar eigi að njóta ekki síðri kjara eli n aðrir er að framleiðslunni koma.

Starfsmenn Eimskipafélagsins tóku á sig 10% kjaraskerðingu haustið 2008 er róið var lífróðri til að bjarga félaginu eftir að "útrásarvíkingar" höfðu skilið það eftir rjúkandi rúst.

AFL Starfsgreinafélag vakti athygli Eimskipafélagsins í byrjun janúar á að þar sem kjarasamningar væru allir lausir væri félaginu heimilt að grípa til aðgerða til að fylgja kröfum sínum eftir og ítrekaði óskir um viðræðum um sérkjarasamning. Ekkert svar barst við erindi AFLs og því var deilunni vísað til ríkissáttasemjara sl. föstudag.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi