Er samningsvilji hjá SA?
Ríkissáttasemjari hefur boðað samningamenn AFLs og Drífanda og Samtaka Atvinnulífsins til fundar kl. 14:00 á morgun laugardag. Fyrsti "formlegi" sáttafundur í deilu bræðslumanna félaganna við SA var haldinn í dag undir forstæti ríkissáttasemjara.
Á fundinum var farið efnislega í kröfugerð bræðslumanna - sérstaklega í ljósi dóms félagsdóms er féll í gær.
Samninganefnd AFLs og Drífanda í fiskimjölsverksmiðjum kemur saman á símafundi um hádegi á morgun og fer yfir stöðuna fyrir samningafundinn.
Trúnaðarmenn félaganna sem sæti eiga í samninganefndinni eru í viðbragðsstöðu til að koma til Reykjavíkur til að ganga í efnislegar samningaviðræður reynist vilji hjá atvinnurekendum á fundinum á morgun.